Talnagrunnur
The 3 steps are Choose table, Choose variable and Show result. You are currently at Velja breytu

Mannfjöldi eftir kyni, einstökum aldursárum og hjúskaparstöðu 1901-2020

Velja breytur

1.11.2021
Fjöldi
SOG02001
Now you have come to the page, Choose variable. This page give you the oportunity to select which variables and values you want to display in your result of the table. A variable is a property of a statistical unit. The page is divided into several boxes, one for each variable, where you can select values by click to highlight one or more values. It always starts with the statistics variable which is the main value counted in the table.

Valið 0 Alls 5

Field for searching for a specific value in the list box. This is examples of values you can search for.Alls , 0 ára , 1 ára ,

Valið 0 Alls 112

Valið 0 Alls 2

Field for searching for a specific value in the list box. This is examples of values you can search for.1901 , 1910 , 1920 ,

Valið 0 Alls 62

Fjöldi valinna reita er:
(Hámarksfjöldi er 100.000)

Framsetning á skjá takmarkast við 10.000 línur og 100 dálka

Fjöldi valinna reita er yfir hámarki 100.000
Taflan er birt á vef Hagstofunnar í tveimur útgáfum þar sem önnur þeirra birtir samræmda flokkun hjúskapar en hin tafla sem hefur merkinguna „Ítarleg“ sýnir alla þá hjúskapar- og sambúðarflokkar sem birtir voru í tölum. Þessar töflur hafa ekki verið áður birtar jafn ítarlega og með einstökum aldursárum. Til þess að fullgera talnaefnið var m.a. sótt efni í áður óbirt handrit og vinnutöflur á Hagstofunni sem áður fyrr þjónuðu því hlutverki að vera undirstaða fyrir alls kyns útreikninga á tíðni viðburða eða til að birta samandregnar niðurstöður úr þjóðskrá í Hagtíðindum og Mannfjöldaskýrslum. Fyrstu árlegu tölurnar eru frá 1966 en á þeim tíma var hagnýting mannfjöldatalna sem byggðust á þjóðskrárgögnum í mikilli mótun.
Talnaefnið sýnir aldursskiptingu mannfjöldans eftir kyni, einstökum aldursárum og hjúskaparstöðu auk sambúðarforms þar sem heimildir er að fá um þau atriði. Viðmiðunartími eða dagsetningar skýrslugerðarinnar voru ekki alltaf þær sömu en hér miðast tölurnar við upphaf hvers árs eða 1. janúar. Á árunum 1901-1952 eru helstu mannfjöldaupplýsingar byggðar á tvenns konar heimildum, árlegum manntölum presta, lögreglustjóra og bæjaryfirvalda annars vegar og aðalmanntölum sem tekin voru að jafnaði á tíu ára frest á tímabilinu 1901-1960. Taflan hér byggir á báðum heimildum enda þótt niðurstöður talninganna gæfu ekki sömu niðurstöður í einu og öllu. Þar sem taflan hér sýnir árlegar mannfjöldatölur frá upphafi ársins 1966 að telja þótti við hæfi að árin frá 1901-1960 sýnu niðurstöður sem væru í samræmi við áður birtar árlegar tölur um fjölda landsmanna eftir kyni og einstökum aldursárum þó með þeirri viðbót að tölurnar sýna nú einnig hjúskaparstöðu fólks og sambúðarstöðu. Árin 1901-1960 styðjast við tíu ára manntöl en frá 1966 til okkar tíma er aðalheimildin gögn sem aflað var til að viðhalda upplýsingakerfi þjóðskrár á hverjum tíma.
Árin 1901-1960 fylgja í grunnatriðum niðurstöðum aðalmanntala, þó með nokkrum breytingum til að samræmi haldist við árlegar mannfjöldatölur sem Hagstofan birti reglulega. Hagstofan hefur gegnum tíðina lagt mikla vinnu í úrvinnslu fjölbreyttra mannfjöldatalna, um fædda, dána, búferlaflutninga, hjónavígslur og hjónaskilnaði, sambúð, sambúðarslit og margt fleira. Urðu til við slíka vinnu fjölmargar mannfjöldatöflur sem ekki var ætlunin að birta einar og sér heldur þjónuðu þær einkum þeim tilgangi að vera undirstaða ýmissa tíðni- og meðaltalsútreikninga um ýmsa mannfjöldaviðburði eins og fæðingartíðni, giftingartíðni og fleira. Til að ná því samræmi sem að var stefnt voru niðurstöður aðalmanntala 1901-1960 endurmetnar í flokki ógiftra einstaklinga en tölur aðalmanntala um fólk í annarri hjúskaparstöðu voru að langmestu leyti látnar haldast óbreyttar. Í þeirri vinnu þurfti einnig að áætla aldur þeirra einstaklinga sem upplýsingar skorti um.
1966-1997: Frá 1966 til okkar tíma er aðalheimildin gögn sem aflað var til að viðhalda upplýsingakerfi þjóðskrár á hverjum tíma. Notast var við óbirt handrit og vinnuskrár í vörslu Hagstofunnar byggðar á upplýsingum úr þjóðskrá auk árlegra upplýsinga um viðburði mannfjöldans, fædda, dána, hjónavígslur og aðrar breytingar á hjúskaparstöðu, þar með taldar upplýsingar um breytingar á sambúð. Tölur þessar eru að nokkru leyti áætlaðar út frá öðrum mannfjöldagögnum á Hagstofunni, einkum endanlegum mannfjöldatölum 1. desember hvers árs að viðbættum tilkynntum breytingum í desember. Þess ber að geta að þjóðskráin tók miklum breytingum á þessum tíma sem kom fram meðal annars í fjölgun skráningaratriða sem hafði áhrif í nokkrum áföngum á framboð tölfræðiupplýsinga um mannfjöldann. Árin 1966-1969 (m.v. 31/12) fannst ekki aðgreining áður giftra í lögskilið fólk og ekkjur/ekkla í handritum Hagstofunnar. Út frá öðrum tiltækum gögnum var þó gerlegt að áætla fjölda karla og kvenna í þessum hjúskaparflokkum með á nokkuð traustum grundvelli með því að bera saman ólíka aldurssamsetningu þeirra á árunum 1970-74 auk þess sem árlegur heildarfjöldi 1966-69 var fundinn með samanburði upplýsinga í mannfjöldaskýrslum Hagstofunnar fyrir árin 1961-1970.
Árin 1974-1996 birti Hagstofan tölur um fjölda kvenna sem voru í hjónabandi með mönnum sem ekki voru skráðir í þjóðskrá af ýmsum ástæðum. Helst voru það karlar sem tilheyrðu bandaríska varnaliðinu en líka erlent sendiráðsfólk svo dæmi sé tekið. Heildarfjöldinn náði vart einu hundraði flest árin á tímabilinu og aldursdreifingin var umtalsverð. Einnig kom fyrir að hérlendir karlar ættu maka sem var ekki skrásettur í þjóðskrá en fjöldi þeirra var svo óverulegar að ekki þótti verjandi að birta þær sem hluta af reglubundinni mannfjöldatölum. Til að bæta yfirsýn í meðfylgjandi töflu er þessi hópur því látinn tilheyra því fólki í hjónabandi sem er í samvistum við maka. Slíkt breytir óverulega heildarmyndinni sem tölurnar um hjúskap greina frá, meðal annars vegna þess áhrifin á einstaka aldurshópa er óveruleg.
Árin 1988 og 1989 eru byggð að nokkru á áætlunum um fjölda eftir hjúskaparstöðu fyrir einstök aldursár. Er þar meðal annars stuðst við ítarlegar mannfjöldaupplýsingar 1. desember á þessum árum. Skeikað getur um fáeina einstaklinga milli aldursára en þess hefur verið gætt að allar samtölur fimm ára aldursflokka stemmi við áður útgefnar tölur í ritum Hagstofunnar.
Niðurstöður mannfjöldans 1. janúar ár hvert tók Hagstofan því saman í töfluformi til eigin afnota og útreikninga miðað við 31. desember, m.a. á meðalmannfjölda, en Hagstofan birti hluta þessara niðurstaðna árlega í Hagtíðindum, einkum í samandregnum tölum fyrir 5-ára aldurshópa þar sem tölur um hjúskaparstöðu komu meðal annars fram.
1998-2020: Tölur eru að mestu byggðar á árlegri úrvinnslu Hagstofunnar á mannfjöldaupplýsingum þjóðskrár samkvæmt þeim gögnum sem nú berast til Þjóðskrár Íslands sem frá árinu 2006 að telja ber stjórnsýslulega ábyrgð á almannaskráningu landsmanna en Hagstofa Íslands með sérstakri lagaheimild hagnýtir þær upplýsingar til hagskýrslugerðar.
Athygli skal vakin á því að sundurliðun á hjúskaparstöðu karla og kvenna 80 ára og eldri er byggð á áætlunum að hluta þar sem handritstöflur Hagstofunnar náðu ekki til elstu borgaranna nema að litlu leyti. Því ber að taka einstakar niðurstöður með varúð enda þótt heildarfjöldi í hverjum árgangi sé nálægt réttu lagi.